Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rainbow ( eða Ritchie Blackmore's Rainbow) er hljómsveit sem stofnuð var af gítarleikara Deep Purple Ritchie Blackmore árið 1975. Blackmore hafði yfirgefið Purple og vildi stofna nýja hljómsveit. Hann hafði túrað með bandaríska rokkbandinu Elf og hreifst af söngvara þeirra Ronnie James Dio. Dio samþykkti að taka þátt í hljómsveit en einungis ef hljómsveitarmeðlimir Elf fengu að vera með. Blackmore samþykkti en rak meðlimina (utan Dio) eftir fyrstu plötu Rainbow. Dio hélt áfram í hljómsveitinni til 1979 en hann fór síðar í Black Sabbath. Hann var ekki sáttur við tónlistarstefnuna sem Blackmore vildi snúa sér að en hún var meira í átt við popptónlist.
Rainbow hélt áfram með ýmsum söngvurum og hléum og kom saman síðast saman árið 2016 til að spila á sumartónleikahátíðum.
Sveitin hefur haft áhrif á þungarokk, tónlist og texta, þá aðallega undirgreinina powermetal.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.