From Wikipedia, the free encyclopedia
Rúnakeflið frá Narsaq er furuspýta rist með rúnum frá því um 1000. Spýtan uppgötvaðist í Narsaq á Grænlandi 1953 og þótti þegar merkilegur fundur því að þetta var í fyrsta skipti sem rúnaáletrun frá víkingaöld uppgötvaðist á Grænlandi. Á spýtunni eru tvær setningar en textinn er tvíræður og vandtúlkaður. Jón Helgason taldi að fyrri setningin væri Sá sá sá es á sá sat og merkti eitthvað á borð við "sá sem sat á keraldi sá kerald". Erik Moltke taldi hins vegar að lesa bæri "Á sæ, sæ, sæ es Ása sát" og taldi merkja að guðirnir (Æsir) gerðu sæfarendum fyrirsát. Seinni setningin virðist vera "Bibrau heitir mær sú es sitr á 'bláni'" og hafa menn skilið þetta svo að 'bláinn' sé himinn en nafnið "Bibrau" er vandtúlkað. Á eina hlið spýtunnar er rist heilt rúnastafróf (fuþark) og á enn eina eru skipulega framsett tákn sem ekki hafa verið túlkuð en minna á launrúnir.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.