Róbinson Krúsó

From Wikipedia, the free encyclopedia

Róbinson Krúsó

Róbinson Krúsó er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Daniel Defoe. Hún kom fyrst út 25. apríl 1719. Í fyrstu útgáfunni er aðalsöguhetjan sögð höfundur sem varð til þess að margir lesendur töldu að um sanna ferðasögu væri að ræða.[1]

Thumb
Titilsíða fyrst útgáfu bókarinnar frá 1719.

Sagan er ævisöguleg frásögn aðalsöguhetjunnar (sem upphaflega heitir Robinson Kreutznaer) sem lendir í skipbroti og hefst við á fjarlægri eyðieyju í nágrenni Trinídad í 28 ár. Þar kemst hann í tæri við mannætur, fanga og uppreisnarmenn áður en honum er bjargað. Sagan er talin vera byggð á sögu skoska skipbrotsmannsins Alexanders Selkirk sem hafðist við á eyju í Kyrrahafi í fjögur ár. Saga hans naut mikilla vinsælda eftir að hún kom út árið 1712.[2]:23–24[3]

Skáldsögu Defoes var vel tekið og hún átti þátt í að ryðja raunsæju skáldsögunni braut sem bókmenntagrein. Hún er oft talin fyrsta skáldsagan á ensku, sérstaklega eftir að breski gagnrýnandinn Ian Watt gaf út bókina The Rise of the Novel árið 1957.[4][5]

Tilvísun

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.