Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Queen Mary, University of London (einnig þekkt sem Queen Mary, QMUL og QM) er opinber rannsóknaháskóli í London á Bretlandi. Hann er einn þeirra skóla sem tilheyra háskólanum í London. Queen Mary á rætur að rekja til 1785 og varð til þegar fjórir smærri skólar sameinuðust. Hann varð aðildarskóli háskólans í London árið 1995 og hefur síðan orðið einn stærsti undirskóli hans.
Aðallóð háskólans er staðsettur í Mile End í Austur-London en það eru líka lóðir í hverfunum Holborn, Smithfield og Whitechapel. Um það bil 16.000 nemendur læra við Queen Mary í fullu námi og tæplega 3.000 manns starfa þar. Tekjur háskólans námu 297,1 milljónum punda árið 2010–11 en 73,7 milljónir punda voru rannsóknastyrkir og samningar. Háskólinn skiptist í þrjár deildir: hugvísinda- og félagsvísindadeild, vísinda- og verkfræðideild og læknadeild (sem heitir Barts and The London School of Medicine and Dentistry). Innan læknadeildar eru 21 undirdeildir og stofnanir.
Árið 2011 var háskólinn settur í 11. sæti á lista yfir bestu háskólana í Bretlandi af dagblaðinu The Guardian. Háskólinn nam 13. sæti á lista Times Higher Education. Samkvæmt listanum Times Higher Education World University Rankings er Queen Mary 35. besti háskólinn í Evrópu og 120. besti háskóli heimsins. Það eru fimm Nóbelsverðlaunahafar meðal fyrrverandi og núverandi nemenda og starfsmanna skólans.
Queen Mary tilkynnti þann 12. mars 2012 að ætlað væri að ganga í Russell-hópinn, sem er hópur breskra elítuháskóla, í ágúst sama ár.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.