Bandarískur hnefaleikamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Oscar De La Hoya, stundum nefndur „the Golden Boy“ (gulldrengurinn) (fæddur 4. febrúar 1973), er bandarískur boxari af mexíkóskum uppruna. Hann vann gull í Barselónu á Ólympíuleikunum. De La Hoya kemur frá hnefaleikafjölskyldu. Afi hans Vicente, faðir hans Joel eldri og bróðir Joel yngri voru allir boxarar. De La Hoya var „boxari ársins“ hjá Ring Magazine árið 1995 og líka besti „pund fyrir pund boxari í heiminum“ hjá Ring Magazine árið 1997. De La Hoya tilkynnti opinberlega starfslok hans úr íþróttinni á blaðamannafundi í Los Angeles þann 14. apríl 2009, hann batt enda á allar vangaveltur um að jafningi hans í létt millivigt, Julio Cesar Chavez yngri, myndi berjast við hann.
De La Hoya hefur tapað 17 tilraunum sínum um heimsmeistaratitil og hefur unnið 10 titla í sex mismunandi þyngdarflokkum. Hann hefur einnig skilað meiri hagnaði en nokkur annar boxari í sögu hnefaleikanna, áætlað 696 milljónum bandaríkjadala í tekjur.
Á áhugamannaferli De La Hoya sigraði hann 223 sinnum, 163 sinnum með rothöggum, og tapaði aðeins sex sinnum. Hann barðist í Bandaríkjunum um Gull Sumarólympíuleikunum 1992, hann tileinkaði sigurinn nýlátinni móður sinni. De La Hoya stofnaði Golden Boy Promotions til að berjast gegn spillingu í sportinu. Hann er fyrsti bandarísku boxarinn af rómanskum uppruna til að eiga á innlent hnefaleika-kynningarfyrirtæki og einn af fáum boxurum til að taka á kynningarábyrgð á meðan hann var enn þá boxandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.