From Wikipedia, the free encyclopedia
Nytjastefna er leikslokasiðfræðikenning. Samkvæmt nytjastefnunni eru aðgerðir réttar eftir því sem leiða til ánægju, rangar eftir því sem þær leiða til hins gagnstæða, í heiminum öllum. Tilgangsfræði nytjastefnunar fellur undir sældarhyggju. Sagnfræðilega á hún rætur að rekja aftur til Davids Hume (1711-1776) og Jeremys Bentham (1748-1832) en frægasti málsvari hennar var John Stuart Mill (1806-1873) sem setti kenninguna fram í riti sínu Nytjastefnan árið 1861.
Líkt og aðrar leikslokasiðfræðikenningar heldur nytjastefnan því fram að afleiðingar athafnar ákvarði siðferðilegt réttmæti hennar. Meginmunurinn á nytjastefnunni og annarri aðgerðasiðfræði er sá að nytjastefnan heldur því fram að bestu afleiðingarnar séu fólgnar í því að hámarka hamingju sem flestra. Nytjastefnan er útbreiddasta og vinsælasta leikslokasiðfræðikenningin.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.