Nordisk familjebok er sænsk alfræðiorðabók. Nafn hennar merkir norræn fjölskyldubók.

Thumb
Merki fyrstu útgáfunnar.

Fyrsta útgáfan kom út 1876-1899. Önnur útgáfan, hin svokallaða Ugluútgáfa, kom út 1904-1926 í 38 bindum og er enn í dag talin vera umfangsmesta alfræðiorðabók sem gefin hefur verið út á sænska tungu. Þriðja útgáfan var gefin út 1923-1937 og fjórða útgáfan 1951-1957.

Nordisk familjebok á netinu

Fyrsta og önnur útgáfa af Nordisk familjebok eru ekki lengur höfundarréttarvarðar og hafa verið skannaðar inn og gerðar aðgengilegar á internetinu af Projekt Runeberg.

Nordisk familjebok var vel úr garði gerð á sínum tíma þó að vitanlega sé margt í hundrað ára gömlu riti sem ekki lengur getur talist rétt. Vegna þess hve vandað var til útgáfunnar á sínum tíma hefur á sænsku wikipedia mjög verið stuðst við Nordisk familjebok í greinum sem fjalla um efni þar sem hún er enn viðeigandi.

Tenglar

  • - Fyrsta og önnur útgáfa

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.