Náttfari
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Náttfari var maður sem kom til Íslands með Garðari Svavarssyni, sem Landnáma segir að hafi verið sænskur að ætt og annar í röð þeirra norrænu manna sem sigldu til landsins, næstur á eftir Naddoði. Í Hauksbók segir að Náttfari hafi verið þræll en samkvæmt öðrum handritum Landnámu virðist hann hafa verið frjálsborinn maður.
Garðar á að hafa komið til Íslands upp úr miðri 9. öld og haft vetursetu á Húsavík. „Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt“, segir í Landnámabók. Náttfari varð því eftir þegar Garðar sigldi frá landinu. Hann settist að í Reykjadal, eignaði sér dalinn og „hafði merkt á viðum“, segir Landnáma. Þegar Eyvindur Þorsteinsson kom til landsins löngu síðar rak hann Náttfara burt en sagði honum að hann mætti eiga Náttfaravík, yst við Skjálfandaflóa vestanverðan. Þar settist Náttfari að. Hann hefur þá líklega verið kominn á efri ár og búinn að vera einn í landnámi sínu áratugum saman með þrælnum og ambáttinni.
Náttfara er einnig getið í upphafi Reykdæla sögu: „Náttfari sá, er Garðari hafði út fylgt, hafði eignat sér áðr Reykjadal, ok markat til á viði, hversu vítt hann skyldi eiga; enn er Eyvindr fann hann, gerði hann honum tvá kosti, at hann skyldi eiga Náttfaravík, eða alls ekki. Þangat fór Náttfari.“
Sumarið 1970 var Náttfara minnst á Húsavík, þegar Þingeyingar héldu upp á 1100 ára afmæli búsetu hans, fjórum árum áður en aðrir landsmenn héldu upp á afmæli landnáms Ingólfs Arnarsonar, [1]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.