Miðameríkumenningin

From Wikipedia, the free encyclopedia

Miðameríkumenningin

Miðameríkumenningin á við menningarsamfélög frumbyggja í Mið-Ameríku sem hafa staðið frá þróun landbúnaðar um 7.000 f.o.t. fram á okkar daga. Forsöguleg menningarsamfélög hafa fundist við fornleifarannsóknir á þessu svæði og önnur eru þekkt frá sögulegum tíma. Meðal þeirra þekktustu eru samfélög Olmeka, Tolteka, Mixteka, Asteka, Sapóteka og Maja. Þessi menningarsamfélög þróuðu sérstæð trúarbrögð, ritmál, tímatal og byggingarlist. Þau þróuðu elstu ræktunarafbrigði fjölmargra nytjaplantna eins og tómata, belgpipars, kakós, maís, avókadó og vanillu.

Thumb
Höggmynd frá tímum Olmeka í Mexíkó.

Miðameríkumenningin leið að einhverju leyti undir lok á löngum tíma eftir landvinninga Spánverja á 16. öld.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.