Malajaeyjar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Malajaeyjar eru um 20.000 eyja eyjaklasi á milli meginlandshluta Suðaustur-Asíu og Ástralíu á mörkum Indlandshafs og Kyrrahafs. Nafnið er dregið af malöjum sem töluðu malajamál og stofnuðu nokkur stór sjó- og verslunarveldi á eyjunum frá miðöldum til árnýaldar. Á 17. og 18. öld lögðu Evrópuveldin eyjarnar undir sig og nefndu þær Austur-Indíur. Austur-Indíur er þó líka notað í víðari merkingu yfir alla Suðaustur-Asíu. Jövubúar notuðu áður orðið Nusantara yfir eyjarnar en nú er orðið aðeins notað yfir þær eyjar sem tilheyra Indónesíu.
Helstu eyjar Malajaeyjaklasans eru:
- Indónesía
- Filippseyjar
- Nýja Gínea og nálægar eyjar (þegar hún er talin með)
Stærstu eyjarnar eru Nýja Gínea, Borneó, Súmatra, Súlavesí, Java og Luzon.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.