Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Múspellsheimur eða Múspell er í norrænni goðafræði hinn heiti frumheimur fyrir sunnan Ginnungagap. Múspellsheimur var suðurhluti eldheims, þar bjuggu eldjötnar, hinir svonefndu múspells synir (eða múspells lýður), sem eru samherjar Surts í Ragnarökum.
Samkvæmt Snorra-Eddu var Múspellsheimur til löngu áður en jörðin var sköpuð, og var heimur ljóss og hita, gerður í suðurhelmingi Ginnungagaps. Leiðin þangað var vörðuð eldi og hana komst enginn nema sá sem var af þeim heimi. Þar sat jötuninn Surtur til landvarnar og hafði logandi sverð í hendi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.