Múli (Aðaldal)
From Wikipedia, the free encyclopedia
Múli áður Fellsmúli er gamalt stórbýli, kirkjustaður og lengi prestssetur í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu og stendur fremst á hálsi sem teygir sig niður í breiðan dalbotninn.
Stjörnu-Oddi Helgason var vinnumaður í Múla á 12. öld og skoðaði gang himintungla, bæði þar og í Flatey á Skjálfanda.
Múli þótti mjög gott brauð fyrr á tíð og var prestakallið því eftirsótt og þar voru margir þekktir prestar. Einn þeirra var Barna-Sveinbjörn Þórðarson, sem uppi var á 15. öld og var sagður hafa eignast 50 börn. Einnig má nefna Einar Þorsteinsson, síðar biskup, og Þorleif Skaftason. Skúli Magnússon fógeti lærði til stúdentsprófs í Múla hjá séra Þorleifi, sem varð stjúpfaðir hans.
Jón Jónsson alþingismaður (1855-1912) bjó lengi í Múla. Árni sonur hans, sem einnig var þingmaður, var jafnan kenndur við bæinn. Synir hans voru þeir Jónas og Jón Múli Árnasynir.
Kirkja var í Múla til 1890 en þá var hún lögð af og um leið var prestakallið lagt undir Grenjaðarstað. Síðasti prestur í Múla var séra Benedikt Kristjánsson. Kirkjan var rifin og úr timbrinu var reist íbúðarhús á Halldórsstöðum í Laxárdal, sem enn stendur.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.