Múlahreppur (einnig kallaður Skálmarnesmúlahreppur) var hreppur í Austur-Barðastrandarsýslu.

Thumb
Múlahreppur

Múlahreppur er nú allur í eyði. Áður voru eftirfarandi bæir í byggð: Litlanes, Kirkjuból á Litlanesi (eða vestra), Vattarnes, Fjörður (áður Kerlingarfjörður), Deildará, Hamar, Ingunnarstaðir, Skálmarnesmúli (Múli), Skálmardalur, Illugastaðir, Selsker, Svínanes, Kvígindisfjörður, Kirkjuból (á Bæjarnesi) og Bær á Bæjarnesi.

Kirkja var á Skálmarnesmúla og á fyrri öldum þjónaði prestur staðnum. Á síðari öldum var Skálmarnesmúlasókn þjónað frá Flatey. Kvígindisfjörður, Kirkjuból á Bæjarnesi og Bær tilheyrðu þó Gufudalssókn.

Föst búseta lagðist af í sveitinni 1975, en þá voru allir bæir sveitarinnar farnir í eyði, síðastur Fjörður á Múlanesi.

Hinn 4. júlí 1987 sameinaðist hreppurinn hinum fjórum hreppum sýslunnar: Reykhólahreppi, Geiradalshreppi, Gufudalshreppi og Flateyjarhreppi undir nafni Reykhólahrepps.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.