Ljósavatnshreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Ljósavatn. Hreppurinn náði lengst af yfir tvær sveitir meðfram Skjálfandafljóti: Köldukinn og Bárðardal, en árið 1907 var honum skipt í tvennt og varð þá syðri hlutinn að Bárðdælahreppi, en sá nyrðri hét áfram Ljósavatnshreppur. Afmarkaðist hann af Skjálfandafljóti að austan og hátindum Kinnar- og Víknafjalla að vestan.
Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Ljósavatnshreppur Bárðdælahreppi, Hálshreppi og Reykdælahreppi undir nafninu Þingeyjarsveit.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.