Öræfasveit, Öræfi áður Litlahérað er vestasta sveitin í Sveitarfélaginu Hornafirði (Áður Austur-Skaftafellssýslu), milli Breiðamerkursands og Skeiðarársands, austan við Kirkjubæjarklaustur og sunnan Öræfajökuls. Á miðöldum var þessi sveit kölluð Hérað eða Litlahérað en hún fór í eyði í kjölfar eldgoss í Öræfajökli árið 1362 og vatnsflóðs sem því fylgdi og var eftir það kölluð Öræfi.
Sveitin var lengst af mjög einangruð þar sem tvö stór vatnsföll tálmuðu ferðir bæði í austur og vestur. Þessi einangrun stóð þar til Jökulsá á Breiðamerkursandi var brúuð árið 1967 og Skeiðarárbrúin opnaði 1974 og þar með Hringvegurinn.
Í Öræfum var þjóðgarður í Skaftafelli sem var stofnaður 1967. Síðar varð hann hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Tenglar
- Vísindavefurinn: Líkist Öræfasveit Pompeii á Ítalíu?
- MBL: Líklegt að gusthlaup hafi eytt Litla-Héraði
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.