Lincolnhaf er hafsvæði í Norður-Íshafi á milli Kólumbíuhöfða í Kanada og Morris Jesup-höfða á Grænlandi. Norðurmörk hafsins eru skilgreind sem stórbaugslína milli höfðanna tveggja. Lincolnhaf er ísi lagt árið um kring en sjór rennur úr því inn í Robeson-sund sem er nyrsti hluti Naressunds milli Ellesmere-eyjar og Grænlands.
Hafið var nefnt eftir þáverandi stríðsmálaráðherra Bandaríkjanna Robert Todd Lincoln.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.