From Wikipedia, the free encyclopedia
Le pont sur le Mississipi (íslenska: Brúin yfir Mississippi) eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) og höfundana Jean Léturgie og Xavier Fauche er 63. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1994 og hefur ekki verið gefin út á íslensku.
Árið 1868 hefur Mississippifljót ekki verið brúað milli bæjanna St. Louis og Illinoistown. Bæjarstjórinn Bat Cayman er hæstánægður með ástand mála þar sem hann rekur sjálfur einu ferjuna sem siglir milli bæjanna og gín yfir öllu atvinnulífi á svæðinu í slagtogi með bróður sínum Dick Cayman. Þegar forseti Bandaríkjanna fær verkfræðinginn James Eads til að ráðast í smíði brúar milli bæjanna er veldi Caymanbræðra ógnað og þeir leita allra ráða til að spilla fyrir brúarsmíðinni. Lukku Láki kemur Eads til aðstoðar og veitir ekki af þar sem Cayman bræður svífast einskis í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir að Eads nái að ljúka verkinu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.