Landspítali

From Wikipedia, the free encyclopedia

Landspítalimap

Landspítali er stærsta sjúkrahús á Íslandi og háskólasjúkrahús. Það varð til árið 2000 við samruna Landspítalans (Ríkisspítala), sem tók til starfa 20. desember 1930, og Sjúkrahúss Reykjavíkur (Borgarspítalans). Reglugerð um samrunann var gefin út 3. mars 2000. Stofnfundur spítalans var í Borgarleikhúsinu 16. maí 2000. Hinn nýi spítali nefndist Landspítali - háskólasjúkrahús (skammstafað LSH) til 1. september 2007, þegar nafninu var breytt í Landspítali, en skammstöfunin hélt sér.[1]

Thumb
Merki Landspítala
Thumb
Landsspítalinn árið 1935. Gamli kennaraskólinn til vinstri. Í forgrunni eru lestarteinar sem lágu frá Öskjuhlíð að höfninni.
Thumb
Spítalinn 1934.
Thumb
Nýr Landspítali í byggingu árið 2023.

Svið

Skipuriti Landspítala var breytt frá 1. október 2019. Á Landspítala eru nú þrjú svið; meðferðarsvið, aðgerðasvið og þjónustusvið. Einnig skrifstofa Landspítala en undir henni eru skrifstofa forstjóra, skrifstofa framkvæmdastjóra hjúkrunar og lækninga, skrifstofa fjármála og skrifstofa mannauðsmála.

Stjórn

Framkvæmdastjórn stjórnar daglegum rekstri Landspítala. Hana skipa forstjóri og 8 framkvæmdastjórar.

Framkvæmdastjórn LSH

  • Runólfur Pálsson forstjóri
  • Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra
  • Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri mannauðsmála
  • Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs
  • Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
  • Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs
  • Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga
  • Ólafur Darri Andrason, framkvæmdastjóri fjármála
  • Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Sjá einnig

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.