bók um Sval og Val frá árinu 1957 From Wikipedia, the free encyclopedia
La Mauvaise tête (íslenska: Glæpsamlegt andlit) er áttunda bókin í bókaflokknum um Sval og Val. Hún birtist sem framhaldssaga í teiknimyndablaðinu Sval árið 1954 og kom út á bókarformi árið 1957. Höfundur og teiknari hennar var listamaðurinn Franquin. Bókin hefur enn ekki komið út á íslensku.
Valur uppgötvar að brotist hefur verið inn hjá honum, en saknar einskis annars en nokkurra passamynda. Í kjölfarið gerast undarlegir hlutir: skartgripaverslun er rænd í miðborginni og eigandinn kennir Val um verknaðinn. Síðar hrifsar Valur forngrip af þjóðminjasafninu fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og stingur af, en þykis svo ekkert kannast við málið. Lögreglan hyggst handsama Val sem leggur á flótta.
Svalur finnur passamyndirnar týndu í húsi nágrannans og uppgötvar að þrjótar hafa notað þær til að útbúa gúmmígrímu með andliti Vals, en hefur þó engar sannanir í höndunum. Svalur og Valur elta slóð þrjótanna, en eru með lögregluna á hælunum. Eltingaleikurinn á sér stað á sama tíma og Frakklandshjólreiðarnar, sem blandast talsvert í söguþráðinn.
Valur er handtekinn en Svalur flýr. Hann uppgötvar að glæpaforinginn er Sammi frændi Vals og tilgangurinn var að hefna fyrir ófarirnar í Burt með harðstjórann! Eftir mikinn eltingarleik sleppa Sammi og vitorðsmaður hans, en Svalur heldur eftir gúmmígrímunni og ránsfengnum. Hann fær þó þungt höfuðhögg og missir minnið. Valur er fyrir rétti og dómur við það að falla, þegar Svalur fær minnið á nýjan leik og nær á síðustu stundu í réttarsalinn með sönnunargögnin sem nægja til að frelsa vin hans.
Stutt tveggja blaðsíðna aukasaga fylgir bókinni, Touchez pas aux rouges-gorges. Þar segir frá útistöðum gormdýrsins við heimiliskött sem hyggst éta nokkra fuglsunga.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.