From Wikipedia, the free encyclopedia
Makaval í Meyjatúni (franska: La Fiancée de Lucky Luke) eftir belgíska teiknarann Morris og höfundinn Guy Vidal er 54. bókin í bókaflokknum um Lukku-Láka. Bókin kom út árið 1985, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í Teiknimyndablaðinu Sval á sama ári.
Í bænum Meyjatúni, eins og víðar í Villta Vestrinu, ríkir ófremdarástand vegna kvenmannsleysis. Bæjarstjórinn í St. Louis hefur áhyggjur af fólksfækkun í Meyjatúni og fær Lukku-Láka til að fylgja hópi föngulegra kvenna þvert yfir Bandaríkin til bæjarins í því skyni að leysa vandamálið. Lukku-Láki er tregur í taumi til að byrja með, en lætur síðan tilleiðast. Með í för eru gamall vinur Láka, vagnstjórinn Halli svipa, og franski hárskerinn Samúel Smári, enda veitir ekki af liðsauka þar sem ferðin er löng og ströng. Eftir ævintýralegt ferðalag nær hópurinn loks til Meyjatúns. Þegar kemur upp úr dúrnum að vonbiðill einnar stúlkunnar, Jennýjar, er á bak við lás og slá þarf Lukku-Láki að hlaupa í skarðið og ganga í hnapphelduna.
Makaval í Meyjatúni kom út á vegum Frosks útgáfu í íslenskri þýðingu árið 2017.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.