Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Lénsherra eða lénsdrottinn var aðalsmaður eða þjóðhöfðingi (konungur eða keisari) sem var í aðstöðu til að veita undirmönnum sínum land eða aðra fjárhagslega aðstöðu að léni. Undirmennirnir tóku landið eða aðstöðuna formlega að láni (léni) og var það því kallað lén og þiggjandinn lénsmaður. Að jafnaði fylgdu léninu skyldur og þá miðað við að tekjurnar nægðu til að standa undir þeim. Slíkt fyrirkomulag er kallað lénsskipulag eða lénsskipan (lénsveldi).
Stundum er átt við jarðir eða landsvæði, stundum vald til héraðsstjórnar. Í síðara tilvikinu var stjórnsýsluþátturinn oftast kallaður sýsla (þ.e. löggæsla og héraðsstjórn), en fjárhagslegi þátturinn lén (þ.e. skattheimta á svæðinu og innheimta á öðrum tekjum lénsherrans).
Sjá einnig hirðstjóri.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.