Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kynjalyfið (franska: L'Élixir du Docteur Doxey) eftir belgíska teiknarann Morris (Maurice de Bevere) er sjöunda bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1955, en sögurnar sem hún hefur að geyma birtust fyrst í teiknimyndablaðinu Sval á árunum 1952-1953. Bókin hefur ekki komið út í íslenskri þýðingu.
Svindlararnir Samuel Doxey og hjálparhella hans, Scraggy, ferðast milli bæja í Villta Vestrinu og reyna að græða peninga á því að selja bæjarbúum mixtúru sem sögð er lækna öll mannsins mein. Þegar Scraggy gerir þau mistök að bæta rottueitri út í mixtúruna í staðinn fyrir græna myntu veikjast íbúar í bænum Green Valley heiftarlega og þeir félagar þurfa að flýja bæinn í snatri. Á leið sinni til næsta bæjar rekast þeir á Lukku Láka sem kemur þeim til aðstoðar, en þeir launa honum hjálpina með því að ræna Léttfeta. Lukku Láki eltir Doxey og Scraggy til bæjarins Fairbank og afhjúpar svikamyllu þeirra félaga þar. Þá halda þeir áleiðis til bæjarins Sugarbowl Valley þar sem Doxey fær þá hugmynd að valda magakveisufaraldri með því að spilla bæjarlæknum og liðka þannig fyrir sölu á mixtúru sinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.