Kvikmyndaferðamennska

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kvikmyndaferðamennska

Kvikmyndaferðamennska er ferðamennska sem gengur út á að heimsækja tökustaði úr frægum kvikmyndum eða sjónvarpsþáttum. Kvikmyndaferðamennska er ört vaxandi grein ferðaþjónustu.[1] Dæmi um vinsæla áfangastaði ferðamanna eru Matmata í Túnis sem kemur fyrir sem heimili Loga Geimgengils í Stjörnustríði: Nýrri von frá 1977, sviðsmyndin í Hobbiton á Nýja-Sjálandi úr kvikmyndinni Hringadróttinssögu, Alnwick-kastali sem kemur fyrir í kvikmyndunum um Harry Potter, og Dimmuborgir á Íslandi sem birtast í sjónvarpsþáttunum Krúnuleikum.

Thumb
Jókertröppurnar í the Bronx í New York-borg eru vinsæll áfangastaður ferðafólks út af kvikmyndinni Joker frá 2019.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.