blikksmiður, iðnrekandi og íþróttamaður From Wikipedia, the free encyclopedia
Kristinn Pétursson[1] (16. febrúar 1889 – 5. maí 1965) var reykvískur blikksmiður, iðnrekandi og íþróttamaður.
Kristinn starfrækti með Bjarna bróður sínum blikksmiðju og umfangsmikla stáltunnugerð í Vesturbæ Reykjavíkur,sem faðir þeirra Pétur Jónsson stofnaði 1883.
Þeir bræður voru á meðal stofnenda íþróttafélaganna ÍR og KR,[2] einnig tóku þeir mikinn þátt í félagsmálum með frímúrurum og bindindishreyfingunni.
Kristinn var fjölhæfur íþróttamaður á sínum yngri árum sérstaklega í frjálsum íþróttum[3] knattspyrnu og glímu. Hann var bakvörður í fyrsta kappliði KR gegn Fram í vígsluleik Melavallar 1911 og tók þátt í fyrsta Íslandsmótinu 1912.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.