From Wikipedia, the free encyclopedia
Kolbrún Jónsdóttir (12. september 1923 – 22. júlí 1971) var íslenskur myndhöggvari. Hún fæddist á Hólum í Hornafirði, á ættaróðali feðra sinna og flutti tæplega ársgömul til Kaupmannahafnar með foreldrum sínum. Þar voru þau búsett til 1929 er þau fluttu til Reykjavíkur. Hún var dóttir Jóns Þorleifssonar listmálara (1891-1961) og Rakelar Ólafar Pétursdóttur, ljósmóður og línræktarkonu í Blátúni (1897-1954).
Kolbrún var kjörin fegurðardrottning Reykjavíkur 1950. Hún nam höggmyndalist við Mills College, Oakland Kaliforníu á árunum 1943 - 1948. Hún hlaut fyrstu verðlaun í myndhöggvaralist er skólinn veitti árið 1945.[1] Kolbrún sýndi teikningar í Listamannaskálanum ásamt Jóni Þorleifssyni árið 11. - 23. nóvember 1948.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.