Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Klarínett, klarinett, eða klarínetta er tréblásturshljóðfæri. Hljóðpípa þess er nær sívalningslaga, og einfalt blað er notað til að framkalla tóninn.
Til eru margar gerðir klarínetta, og er klarínettufjölskyldan stærsta fjölskylda tréblásturshljóðfæra, með á þriðja tug meðlima. Mörg þessara klarínetta hafa fallið að mestu úr notkun eða eru frekar sjaldgjæf, og oft eru algengari hljóðfærin notuð til að spila tónlist sem skrifuð var fyrir þau. Algengasta klarínettið er sópranklarínett í Bb, sem jafnan er kallað einfaldlega klarínett, og oftast er átt við það þegar orðið er notað stakt.
Klarínettið var þróað úr eldra hljóðfæri frá barokktímanum sem nefnt er chalumeau, en þýski hljóðfærasmiðurinn Johann Christoph Denner er venjulega talinn hafa gert fyrsta klarínettið einhvern tíma upp úr 1698 með því að bæta yfirblástursklappa og a-klappa á chalumeau-ið. Elsta heimild um að hljóðfærið sé nefnt klarínett (clarinette) er pöntun frá 1710 á klarínettum frá Jacob Denner, syni Johanns Christophs. Nafnið er dregið af ítalska orðinu clarino, sem þýðir trompet, að viðbættri smækkunarendingunni -ette, en á hinu nýja efra sviði höfðu fyrstu klarínettin skæran tón sem þótti líkur trompet. Segja má að chalumeau og klarínett séu í raun bara þróunarstig sama hljóðfæris og bera má þróunina saman við þróun annarra blásturshljóðfæra sem héldu sínu gamla nafni, en ástæðan fyrir upptöku nýs nafns skýrist líklega af nýstárlegum hljómi efra sviðsins auk stóraukinna notkunarmöguleika hljóðfærisins.
Klarínettið hélt áfram að þróast og ruddi burt gamla chalumeau-inu, en á klassíska tímanum fór hljóðfærið að vera tekið með í sinfóníuhljómsveitir, þar sem það fékk síðan fastan sess. Einnig er leikið á klarínett í lúðrasveitum og ýmiss konar kammertónlist og það er líka notað í djass, klezmer-tónlist o.fl.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.