Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kertafleyting er athöfn þar sem kertum (eða öðrum ljósum) er fleytt á vatni. Á Íslandi hefur kertafleyting einkum tengst friðarbaráttu og baráttu gegn kjarnorkuvopnum og vígbúnaðarkapphlaupi. Samtök íslenskra friðarhreyfinga hafa staðið fyrir árlegri kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí í Japan dagana 6. og 9. ágúst 1945. Athöfnin fer að jafnaði fram að kvöldi annars hvors þessara daga ásamt með ávarpi, ljóðalestri og tónlist. Siðurinn varð til í Japan og byggist á gamalli hefð þar (Tōrō nagashi (灯籠流し)) en hefur breiðst út um heiminn á undangengnum áratugum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.