Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Kastljós er íslenskur fréttaskýringaþáttur með menningarlegu ívafi sem er framleiddur af Sjónvarpinu. Fjallað er um stjórnmál og menningu og tekin eru viðtöl við fólk.
Umsjónarmenn eru þau Brynja Þorgeirssdóttir, Helgi Seljan, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Margrét Erla Maack og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir.
Ritstjóri þáttarins er Sigmar Guðmundsson. Dagskrárgerð annast Egill Eðvarðsson, Sigurður Jakobsson, Steingrímur Dúi Másson og Gaukur Úlfarsson. Aðstoð við dagskrárgerð annast Salóme Þorkelsdóttir, Helga Ólafsdóttir og Valdís Þorkelsdóttir.
Þátturinn er á dagskrá fimm kvöld vikunnar, strax á eftir fréttum. Frá mánudegi til fimmtudags eru þættirnir því sem næst 40 mínútna langir en um hálftími á föstudagskvöldum. Virku dagana er Kastljós endursýnt í lok dagskrár en föstudagsþátturinn er endursýndur klukkan 10.25 á laugardagsmorgnum.
Í apríl og maí 2007 fjallaði Kastljós um umsóknarferli erlendar konu, Luciu Celeste Molina Sierra frá Mið-Ameríku, fyrir íslenskum ríkisborgararétti. Í þættinum kom fram að hún hefði komið til landsins sem námsmaður og hefði dvalið á landinu í 15 mánuði þegar hún sótti um. Undir venjulegum kringumstæðum þarf að vera sjö ár á landinu til þess að vera gjaldgengur til umsóknar um ríkisborgararétt.
Þá var tekið fram að hún væri unnusta Birnis Orra Péturssonar, sonar Jónínu Bjartmarz, þáverandi umhverfisráðherra. Ýjað var að því að tengsl þeirra á milli hefði orðið til þess að Lucia fékk samþykkta umsókn um ríkisborgararétt. Í kjölfarið lögsóttu Lucia og Birnir starfsmenn Kastljóss en þeir voru sýknaðir af Héraðsdómi Reykjavíkur. Geymt 13 mars 2016 í Wayback Machine
Þetta er þáttaröðin þar sem Kastljós sendi frá sér yfirlýsingu varðandi fullyrðingu sína að Lucia gæti hafa notið sérréttinda vegna tengsla sinna við Jónínu Bjartmarz. Þáttaröðin er oftast nær með einstök mál í hverjum þætti, auk þess að í flestum tilfellum kemur tónlistarfólk til þess að flytja lag í lok þáttarins. Nýr þáttaliður byrjaði í Kastljósinu þann 7. júlí. Í þáttaliðnum fékk Kastljós til sín aðkomandi, oftast fjölmiðlamenn, til þess að tjá sig um hverjar séu helstu fréttir vikunnar. Sérstakir þættir voru gerðir nærri lok þáttarinnar, Borgarafundir og Leiðtogaumræður. Borgarafundirnir voru haldnir með áhorfendum og þessum sömu áhorfendum bauðst að spyrja stjórnmálaflokkana spurninga. Leiðtogaumræðurnar voru á milli allra flokka sem buðu sig fram í kosningunum 2007.
Meðal mála sem hafa komið oftar en í einum þætti er myndun nýs ráðherraliðs ríkistjórnarinnar. Þeir þættir voru í sýningu 6. - 10. júní, 2006. Í sama mánuði tók Kastljós trúleysingann Richard Dawkins fyrir í tveim þáttum, 25. og 26. júní. Næsta dag á eftir, 27. og 28. júní voru Kastljósmenn síðan með tvo þætti um Mengunarslysið á Eskifirði. Kastljós fór í næsta mánuði svo gott sem ofaní saumana á lyfjaverði á íslandi, þann 3-6. júlí. Skömmu síðar afhjúpaði þátturinn að athugasemdir Gríms Bjarnarsonar, verkfræðings, um Kárahnjúkavirkjun voru leynd fyrir stjórnarandstöðunni, og eyddu tveimur þáttum, 24. og 25. ágúst í þá umfjöllun.
Meðal vinsælustu viðfangsefna þáttaraðarinnar voru símhleranir og breiðavíkurmálið. Þær símahlerarnir sem átt er við, eru símhleranir hjá Jóni Baldvini, sem var þá utanríkisráðherra, og Árna Páli, núverandi efnahags og viðskiptaráðherra. Málið var skoðað í samhengi við símahleranamálið árið 1949-1968, en á þeim tíma fóru fram víðtækar símhleranir. Þessir þættir fóru fram 12. október, 10. október, 30. nóvember og 21. desember. Breiðavíkurmálið, hinsvegar, er um vistun vandræðaunglinga á heimilinu Breiðavík og er sérlega viðkvæmt í eðli sínu út af þeim misþyrmingum og kynferðisofbeldi sem átti sér stað á heimilinu. Málið stóð yfir frá 1964-1971. Þættir Kastljós um málið voru 2. febrúar, og síðan í röð frá 5. til 8. febrúar.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.