Karlotta af Lúxemborg
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Karlotta (23. janúar 1896 – 9. júlí 1985) var stórhertogaynja Lúxemborgar frá 1919 til 1964.
| ||||
Karlotta | ||||
Ríkisár | 14. janúar 1919 – 12. nóvember 1964 | |||
Skírnarnafn | Charlotte Adelgonde Elisabeth Marie Wilhelmine | |||
Fædd | 23. janúar 1896 | |||
Berg-kastala, Lúxemborg | ||||
Dáin | 9. júlí 1985 (89 ára) | |||
Fischbach, Lúxemborg | ||||
Gröf | Maríukirkjan í Lúxemborg | |||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Vilhjálmur 4. af Lúxemborg | |||
Móðir | María Anna af Portúgal | |||
Eiginmaður | Felix prins af Bourbon-Parma | |||
Börn | Jóhann, Elísabet, María Aðalheiður, María Gabríella, Karl, Alix |
Karlotta var næstelsta dóttir Vilhjálms 4. stórhertoga Lúxemborgar. Hún komst til ríkis þann 14. janúar árið 1919 þegar eldri systir hennar, María Aðalheiður stórhertogaynja, sagði af sér. María Aðalheiður hafði orðið umdeild meðal Lúxemborgara eftir að Þjóðverjar hertóku landið í fyrri heimsstyrjöldinni þar sem margir landsmenn töldu hana hafa verið of vingjarnlega í garð hernámsliðsins.[1] Í kjölfarið kusu Lúxemborgarar í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort þeir vildu leyfa Karlottu að ríkja sem stórhertogaynju eða leggja niður einveldið og stofna lýðveldi í Lúxemborg. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var sú að um 66 prósent landsmanna kusu að leyfa Karlottu að ríkja áfram.[2]
Sama ár og hún tók við völdum hafði Karlotta gifst Felix prinsi af Búrbon-Parma, afkomanda frönsku konungsættarinnar.[3] Hjónin eignuðust sex börn saman og urðu mjög vinsæl meðal lúxemborgsku þjóðarinnar.
Þegar Þjóðverjar réðust á ný inn í Lúxemborg í seinni heimsstyrjöldinni þann 10. maí árið 1940 flúði Karlotta landið ásamt fjölskyldu sinni. Hún hélt fyrst til Bretlands. Árið 1942 fór fjölskyldan til Bandaríkjanna og Kanada og hlaut hæli í Montreal.[4] Í London starfaði útlagastjórn á meðan Lúxemborg var hernumin. Á meðan hernámið varði ávarpaði hún oft þjóð sína í gegnum útvarpsþjónustu BBC og hvatti til andspyrnu gegn Þjóðverjum.[3]
Karlotta sneri aftur til Lúxemborgar ásamt fjölskyldu sinni við mikinn fögnuð í apríl árið 1945, þegar herir bandamanna sóttu inn í Evrópu og frelsuðu ríkin sem Þjóðverjar höfðu hernumið. Á næstu árum tók hún virkari þátt í því að greiða veg Lúxemborgar á alþjóðasviðinu og fór í fjölda opinberra heimsókna til erlendra þjóðhöfðingja.[5]
Karlotta ákvað að segja af sér árið 1964 og leyfa syni sínum, Jóhanni, að taka við völdum sem nýr stórfursti Lúxemborgar. Hún var þá 68 ára og hugðist einbeita sér að einu helsta áhugamáli sínu, rósarækt.[6]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.