Kangerlussuaq (danska: Søndre Strømfjord) er byggð á Vestur-Grænlandi í sveitarfélaginu Qeqqata. Byggðin liggur í samnefndum firði. Í byggðinni er stærsti flugvöllur Grænlands sem var byggður af Bandaríkjamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Á þeim tíma var byggðin þekkt sem Bluie West-8. Svæðið í kringum Kangerlussuaq er kjörlendi fjörbreytilegs dýralífs, þar á meðal moskusuxa, hreindýra og fálka. Efnahagslíf byggðarinnar er næstum allt byggt á starfsemi flugvallarins og ferðamennsku.

Thumb
Kangerlussuaq
Thumb
Íbúahverfi í Kangerlussuaq

Kangerlussuaq stendur á sléttu inni í botni Kangerlussuaqfirði báðum megin við ósa árinnar Qinnguata Kuussua. Austan við Kangerlussuaq koma tvær stórar ár saman, Qinnguata Kuussua og Akuliarusiarsuup Kuua. Í dalnum sem síðarnefnda áin rennur um eru jökulaurar með miklum sandbleytum. Báðar árnar myndast úr kvíslum frá Russell-jökli. Greiðfær leið er frá byggðinni að brún jökulsins og laðar hún að sér marga ferðamenn. Jökullinn hér á hálendinu Isunngua er hluti af Grænlandsjökli hinum meiri.

Hálendið Tarajornitsut umlykur byggðina í norðri og suðri. Í suðaustri, upp frá stöðuvatninu Tasersuatsiaq, sem er vatnslind byggðarinnar, liggur hálendið Ammalortup Nunaa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.