Kosóvóstríðið

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kosóvóstríðið

Kosóvóstríðið voru vopnuð átök í Kosóvó milli hers Serbíu og Svartfjallands og uppreisnarmanna úr röðum Kosóvóalbana sem mynduðu Frelsisher Kosóvó. Orsök átakanna var vaxandi átök milli Frelsishersins og serbneskrar lögreglu frá 1995. Tilraun lögreglunnar til að ná Adem Jashari, leiðtoga uppreisnarmanna, 5. mars 1998 olli blóðbaði þar sem 60 albanar létu lífið, þar af 18 konur og 10 börn. Blóðbaðið var fordæmt víða um heim og er talið marka upphaf stríðsins. Þann 23. september 1998 gaf Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna út Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 1199 þar sem óhóflegt ofbeldi serbneskrar lögreglu og Júgóslavíuhers var fordæmt. NATO gaf leyfi til loftárása í október 1998 en 15. október var undirritað samkomulag um að Júgóslavía drægi herlið sitt til baka og friðargæsluliðar fengju aðgang að héraðinu. Þetta batt þó ekki enda á átökin og 15. janúar 1999 átti fjöldamorðið í Račak sér stað, þar sem 45 albanar voru drepnir af serbneskum öryggissveitum. Eftir það voru stjórninni í Belgrad settir úrslitakostir. Þegar viðræður sigldu í strand í lok mars hóf NATO loftárásir á Júgóslavíu. Meðal þess sem NATO skilgreindi sem skotmörk voru borgaralegir innviðir eins og brýr, vegir og fjarskiptamöstur. Sumar af þessum árásum, eins og árás á kínverska sendiráðið í Belgrad og sjónvarpsstöð í Novi Sad voru fordæmdar um allan heim. Þann 14. apríl gerðu flugvélar NATO árás á bílalest albanskra flóttamanna við Gjakova fyrir mistök með þeim afleiðingum að 73 létust.

Thumb
Myndir frá Kosóvóstríðinu.

Þann 3. júní samþykkti Slobodan Milošević friðarskilmála NATO. NATO samþykkti samkomulagið 10. júní og hætti hernaðaraðgerðum. Friðargæslulið Kosóvó tók til við friðargæslu í héraðinu 12. júní. Rússneskir friðargæsluliðar höfðu þá þegar náð flugvellinum í Pristína á sitt vald sem olli töluverðri spennu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.