Jantelögin

From Wikipedia, the free encyclopedia

Jantelögin

Jantelögin (danska og norska: Janteloven, sænska: Jantelagen) er hugtak sem notað er á Norðurlöndum og lýsir ákveðnu hugarfari og hegðun sem hópar nota til þess að viðhalda fylgispekt. Jantelögin eru hugarsmíð dansk-norska rithöfundarins Aksel Sandemose en þau koma fram í skáldsögu hans En flyktning krysser sitt spor. Jantelögin sem eru 10 talsins eru svohljóðandi:[1]

  • Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.
  • Þú skalt ekki halda að þú sért jafngóður og við.
  • Þú skalt ekki halda að þú sért skynsamari en við.
  • Þú skalt ekki ímynda þér að þú sért betri en við.
  • Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við.
  • Þú skalt ekki halda að þú sért okkur fremri.
  • Þú skalt ekki halda að þú getir eitthvað.
  • Þú skalt ekki hlæja að okkur.
  • Þú skalt ekki halda að nokkur kæri sig um þig.
  • Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur eitthvað.
Thumb
Jantelögin.

Bærinn Jante í En flyktning krysser sitt spor er byggður á fæðingarstað Sandemose, Nykøbing Mors á Norður-Jótlandi. Sandemose var þó ekki á þeirri skoðun að Jantelögin einskorðuðust við Nykøbing Mors eða Danmörku, þvert á móti taldi hann Jantelögin ekki einskorðast við smábæi og eiga við hvar sem er í heiminum.[1]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.