Yunnan

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Yunnan (kínverska: 云南; rómönskun: Yúnnán), merkir „suður ský“) er hérað í Alþýðulýðveldinu Kína, sem staðsett er í suðvesturhluta landsins við landamæri Búrma, Laos og Víetnam. Það er um 394.000 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborg héraðsins er Kunming. Íbúar eru um 47 milljónir (2020) og 38% þeirra teljast til minnihlutahópa.

 Landakort sem sýnir legu héraðsins Yunnan í suðvesturhluta Kína.
Kort sem sýnir legu héraðsins Yunnan í suðvesturhluta Kína.

Flestir íbúanna héraðsins búa í austurhluta héraðsins. Yunnan er ríkt af náttúruauðlindum svo sem áli, blýi, sinki, tini, kopar og nikkel. Héraðið hefur mestan fjölbreytileika jurta í Kína. Yunnan hefur yfir 600 ár og vötn, sem fela í sér möguleika á virkjunum allt að 90 GW.

Yunnan er fjallahérað með mikla hækkun fjalla í norðvestri en lægri fjalllendi í suðaustri. Meðalhæð er 1.980 metrar (6,500 ft). Í norðurhlutanum ná fjöllin yfir 5.000 m. Kawagebo-tindur er hæstur eða 6.740 metrar.

Snjór á fjöllum í Diqing í norðvesturhluta Yunnan-héraðs.

Yunnan varð hluti af Hanveldinu (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) á 2. öld f.Kr. Það varð aðsetur konungsríkisins Nanzhao á 8. öld en það var fjölmenningarsamfélag. Mongólar hernámu héraðið á 13. öld en staðbundin stjórn stríðsherra réði ríkjum fram á þriðja áratug tuttugustu aldar. Herseta Japana í seinni heimstyrjöldinni í Norður-Kína ýtti undir landflutninga til Yunnan.

Konur af þjóðarbroti Hani í Yunnan.

Í Yunnan búa um 46.710.000. Af þeim teljast 38% til minnihlutahópar eða þjóðarbrota á borð við Yi, Bai, Hani, Zhuang, Dai og Miao. Höfuðborg héraðsins er Kunming með 1,8 milljónir íbúa er kölluð „borg hins eilífa vors“ vegna milds loftslags og gróskumikils gróðurs. Þar er miðstöð stjórnmála, viðskipta og menningar í Yunnan.

Erhai vatn í Dali, Yunnan héraði.
Konur af þjóðarbroti Zhuang í Guangnan í Yunnan.
Hin þekkta Jangtse á í Yunnan héraði.
Akrar í fjalllendi Yunnan héraðs.
Remove ads

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads