Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Jón Þorsteinsson (fæddur 11. október 1951, d. 3. maí 2024) var íslenskur tenórsöngvari sem starfaði lengstum í Hollandi við Ríkisóperuna í Amsterdam, eða frá árinu 1980. Hann hlaut verðlaun í óratóríusöngkeppninni í Amsterdam árið 1983.
Jón stundaði fyrst söngnám í Noregi og í þrjú ár söng hann við Det Jyske Musikkonsvervatorium í Árósum. Síðan stundaði hann nám á Ítalíu og um tveggja ára skeið söng hann fyrstur Íslendinga í óperukór Wagner-tónlistarhátíðarinnar í Bayreuth í Þýskalandi. Hann hefur einnig túlkað og sungið kirkju- og nútímatónlist víðs vegar um Evrópu, unnið til verðlauna á þeim vettvangi og sungið einsöng á óperusviði og með kórum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Jón hefur einnig tekið þátt í starfi Pólýfónkórsins sem einsöngvari og einnig með Kór Langholtskirkju, Fílharmóníukórnum og Passíukórnum á Akureyri.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.