Jóhann 1. (15. nóvember 1316 – 20. nóvember 1316) var konungur Frakklands og Navarra þá fimm daga sem hann lifði.
Hann var sonur Loðvíks 10. Frakkakonungs og síðari konu hans, Klementíu af Ungverjalandi. Faðir hans lést 5. júní 1316 og þar sem Klementía drottning var þá þunguð var Filippus bróðir Loðvíks útnefndur ríkisstjóri þar til í ljós kæmi hvort barnið væri drengur eða stúlka. Þegar drengurinn fæddist var hann þegar útnefndur konungur en hann lést fimm daga gamall og Filippus varð þá konungur.
Sumir hafa haldið því fram að Filippus hafi komið drengnum fyrir kattarnef og einnig gengu sögur um að hann hefði látið ræna barninu og koma barnslíki fyrir í staðinn. Á sjötta áratug aldarinnar kom fram maður í Provence sem hélt því fram að hann væri Jóhann 1. Hann var þegar hnepptur í varðhald og dó í fangelsi nokkru síðar.
Heimild
- Fyrirmynd greinarinnar var „John I of France“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. júní 2010.
Fyrirrennari: Loðvík 10. |
|
Eftirmaður: Filippus 5. |
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.