Remove ads
lögbók á Íslandi (1271-1281) From Wikipedia, the free encyclopedia
Járnsíða var lögbók sem Magnús lagabætir Noregskonungur lét semja handa Íslendingum. Hún var lögtekin 1271–1273 og gömlu þjóðveldislögin, Grágás, voru felld úr gildi.
Meginuppistaða Járnsíðu var sótt í norsk lög. Efni bókarinnar þótti ekki henta Íslendingum og aðstæðum þeirra. Fyrsta árið fékkst aðeins einn af bálkum hennar, Þingfararbálkur og tveir kapitular úr Erfðabálki, lögteknir. Fullnaðarsamþykki fékk bókin ekki fyrr en tveimur árum seinna, 1273. Ekki er ljóst hvers vegna mótstaðan var gegn lögtöku bókarinnar. En á endanum lét Magnús konungur semja nýja bók, Jónsbók, sem var lögtekin 1281 og var í notkun í heild sinni fram á 18. öld.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.