From Wikipedia, the free encyclopedia
Inmarsat er breskt fyrirtæki sem rekur símkerfi fyrir gervihnattasíma. Fyrirtækið selur raddsíma- og gagnaþjónustu fyrir farsíma um allan heim. Kerfið notast við 14 staðhnetti sem tengjast jarðstöðvum um allan heim.
INMARSAT var upphaflega skammstöfun fyrir alþjóðastofnunina International Maritime Satellite Organisation sem var stofnuð að undirlagi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar árið 1979. Stofnunin hóf starfsemi 1980 og kerfið fór í gang 1982 með þjónustu um fjarskiptahnetti í eigu Bandaríska sjóhersins. Vegna aukinnar samkeppni frá einkaaðilum var ákveðið að einkavæða gervihnattasímkerfi stofnunarinnar. Árið 1999 var nafni stofnunarinnar breytt í International Mobile Satellite Organisation eða IMSO og fyrirtækið Inmarsat Ltd. stofnað um viðskiptahlutann. Fyrstu gervihnettirnir í eigu Inmarsat fóru á braut um Jörðu snemma á 10. áratugnum. Núverandi gervihnettir eru fimm talsins og veita fjarskiptaþjónustu um bil Ka (Global Xpress-netið) og bil L.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.