Hvalfell
fjall í Hvalfirði á Vesturlandi From Wikipedia, the free encyclopedia
fjall í Hvalfirði á Vesturlandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Hvalfell er móbergsstapi (852 m) með grágrýtiskolli, innst í Botnsdal í Hvalfirði.
Hvalfell | |
---|---|
Hæð | 852 metri |
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Hvalfjarðarsveit |
Hnit | 64°23′09″N 21°12′33″V |
breyta upplýsingum |
Hvalfell hlóðst upp í miklu eldgosi og upp úr jökulhvelinu á einhverju af síðustu jökulskeiðum ísaldar og lokaði um leið Botnsdal sem var áður mun lengri. Þegar jökullinn svo bráðnaði myndaðist stöðuvatn, Hvalvatn á bak við Hvalfell með afrennsli norðan fjallsins sem heitir Botnsá, og rennur hún til vesturs. Hvalvatn er um 160 m djúpt og var lengi dýpsta vatn landsins, eða allt þar til Öskjuvatn myndaðist eftir sprengigos í Dyngjufjöllum árið 1875. Kollur Hvalfells er mosagróinn og hlíðar þess eru mjög brattar og grafnar miklum giljum, en gott útsýni er af kollinum, sem ganga má á frá Stóra-Botni í Botnsdal og upp með gljúfri Botnsár og Glyms að austan eða upp með gljúfrinu að vestan með því að vaða yfir Botnsá fyrir ofan Glym.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.