Hryggsúlan er einn af mikilvægustu hlutum ásgrindarinnar í hryggdýrum. Hún heldur líkamanum uppi og ver mænuna.
Hryggsúla mannsins
Í hryggsúlu mannsins eru 24 liðir (7 hálsliðir, 12 hryggjarliðir, 5 lendaliðir), og auk þess spjaldbeinið og rófubeinið, sem hvort um sig eru samvaxnir liðir.
Liðir hryggjarins, hryggjarliðirnir, eru 32-33, séu samvaxnir liðir spjaldbeins og rófubeins taldir með.
Latneskt heiti beins/beina | Íslenskt heiti beins/beina | Auðkenni beins/beina | Stutt lýsing | Hlutverk | |
---|---|---|---|---|---|
Atlas | Banakringla | C1 | Banakringlan er efsti hálsliðurinn, myndar lið með hnakkahnúum og gefur svigrúm tl að geta kinkað kolli | ||
Axis | Standliður | C2 | Standliður er renniflötur fyrir snúning banakringlu og höfuðkúpu, hann gerir mönnum kleift að hrista höfuðið | Standliðurinn er næst-efsti hálsliðurinn | |
Vertebrae cervicales inferior | Neðri hálsliðir | C3-C7 | |||
Vertebrae thoracicae | Brjóstliðir | T1-T12 | Þeir hafa liðfleti fyrir rifbeinin | ||
Vertebrae lumbales | Lendaliðir | L1-L5 | Stórir og þunglamalegir hryggjarliðir | Styðja við líkamsþungann, sveigjanleiki í búknum er sérlega háður lendaliðum | |
Os sacrum | Spjaldbein | Ekkert | Fimm aðskildir hryggjarliðir hjá börnum, þeir renna saman í fyllingu lengdarvaxtar | Ath: Tilheyrir mjaðmagrindinni | |
Coccyx | Rófubein | Ekkert | Í börnum eru þetta 3-5 aðskildir rófuliðir, hjá fullvöxnu fólki hafa þeir runnið saman |
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.