Hringur Jóhannesson
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Hringur Jóhannesson (21. desember 1932 - 17. júlí 1996) var íslenskur myndlistamaður. Hann þótti vera einn helsti fulltrúi ljóðræns nýraunsæis í íslenskri myndlist á 7. og 8. áratugnum.
Hringur fæddist að Haga í Aðaldal. Hann útskrifaðist úr Handíða- og myndlistarskóla Íslands árið 1952 og hélt sína fyrstu einkasýningu 1962. Alls urðu einkasýningar hans tæpar fjörtíu og samsýningar um sjötíu, bæði hér á landi og erlendis. Hann var kennari við Handíða- og myndlistaskóla Íslands 1959-1962, Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1962 og í stjórn skólans frá 1965. Hringur myndskreytti fjöldann allan af blöðum, tímaritum og einnig margar byggingar. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík og er jarðaður í Neskirkjugarði í Aðaldal.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.