From Wikipedia, the free encyclopedia
Hringanóri (fræðiheiti: Phoca hispida, á seinustu árum hafi ýmsir dýrafræðingar nefnt ættkvíslina Pusa í stað Phoca), er selur sem er ívið minni en landselur. Þessi selategund lifir allt í kring um Norður-Íshaf og er þar langstærsti selastofninn, en giskað er á að þeir séu á bilinu 3,5 til 6 miljónir. Dýrafræðingar hafa greint sex undirtegundir, þar af tvær sem eingöngu lifa í ósöltu vatni.
Hringanórinn er algengur flækingur við Ísland, sérlega á Norðurlandi. Oftast koma þeir einir eða fáir saman og í flestum tilfellum fullorðnir brimlar.
Lengd hringanóra er á bilinu 120-190 cm og þeir geta orðið allt að 100 kg. Brimillinn er heldur stærri en urtan. Í útliti svipar honum til landsels en er heldur minni, hann hefur einnig hlutfallslega heldur minna höfuð og minni framhreifa. Augun er meira framan á höfði en á öðrum selategundum. Hringanórinn þekkist þó helst á að hann hefur hringlaga flekki á baki með ljósum hringjum í kring og hefur nafn af því.
Hringanórinn lifir allt í kringum Norður-Íshaf og tengdum höfum og vötnum.
Dýrafræðingar hafa greint hann í sex undirtegundir:
Þar að auki eru tvær aðrar selategundir náskildar hringanóra sem lifa í sitt hvoru vatninu, Bajkal-selurinn (Phoca sibirica) og kaspíski selurinn (Pusa caspica).
Hringanórinn er fremur einrænn og safnast aldrei í stóra hópa. Allar tegundir nema h. ladogensis og h. saimensis lifa á og víð hafís allt árið um kring. Hringanórinn hefur mikið lag á að halda opinni vök í ísinn, ekki síst að vetrarlagi, og kemur þar upp til að anda og er eina selategundin sem gerir það. Hann getur haldið vökinni opinni í gegnum þykkt íslag, allt að 2,5 metra á þykkt, með nagi og klóri.
Fæðan er aðallega krabbadýr og ískóð og venjulega veiðir hringanórinn ekki stærri en 20 cm langa fiska. Selurinn kafar oftast einungis í tvær til fimm mínútur en getur verið í kafi upp undir 20 mínútur en hann neyðist til þess.
Í mars kæpir urtan í snjóhúsi eða snjóhelli sem hún grefur við op í gegnum ísin. Kóparnir fæðast með hvít fósturhár og eru um 65 cm á lengd og vega um 4,5 kg við fæðingu. Þeir eru á spena í 6 til 8 vikur og eru þá orðnir 9 til 12 kg á þyngd.
Ísbirnir eru aðalóvinirnir, fyrir utan veiðimenn, en heimskautarefir eru einnig stór hætta fyrir kópana.
Hringanóri hefur verið afar mikilvægur þáttur í lífi Inuíta allt fram á þennan dag. Á sumrin voru þeir skutlaðir frá kajak og á veturna biðu veiðimenn við öndunaropin með skutul og spjót. Kjötið var nýtt til matar, skinnið notað í föt og spikið sem ljósgjafi. Hringanóraskinn þóttu einkum góð í kamik (snjóstígvél) og utanyfirföt. Enn er veiði á hringanóra stunduð um öll svæði Inuíta. Á suðurhluta Grænlands aðallega sem aukastarf sjómanna en á norður og austur Grænlandi og í flestum byggðum Inuíta í Kanada er veiðinn enn aðalstarf árið um kring og er bæði kjötið og skinnin nýtt.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.