Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Hrafn Hængsson var lögsögumaður á Alþingi frá stofnun þess um 930 til 949. Hann er oft talinn fyrsti lögsögumaðurinn en stundum er Úlfljótur talinn fyrstur þótt hann hafi ekki verið lögsögumaður á sjálfu Alþingi, heldur líklega á Kjalarnesþingi.
Hrafn var sonur Ketils hængs Þorkelssonar landnámsmanns á Stóra-Hofi á Rangárvöllum og Ingunnar konu hans. Í Landnámu segir að Ketill hafi verið á Hrafntóftum fyrsta vetur sinn á Íslandi og þar hafi Hrafn fæðst. Hann bjó á Hofi eftir föður sinn og var kjörinn lögsögumaður á Alþingi í fyrsta sinn sem það var haldið á Þingvöllum.
Um konu hans er ekki vitað en dóttir hans var Þorlaug, móðir Valgarðar gráa, föður Marðar Valgarðssonar. Sonur Hrafns var Sæbjörn goðorðsmaður.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.