Hellisey
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Hellisey er eyja í Vestmannaeyjaklasanum 3 km suður af Brandi, hún er um 0,1 km² og er gíglaga en líkt og í Brandi vantar suður hliðina á gíginn. Hellisey er á náttúruminjaskrá sökum náttúrufegurðar og mikils fuglalífs. Veiðifélag er um nýtingu í eynni og fer Svavar Steingrímsson bjargveiðimaður fyrir félaginu en það leigir eyna af Vestmannaeyjabæ, félagið er aðili að Bjargveiðifélagi Vestmannaeyja. Helstu nytjar í eynni eru eggjataka, lundaveiði og hafsúla þar sem stálpaðir ungar eru teknir. Sauðfé hefur ekki verið haft í eynni síðan 1960. Uppganga er bæði vestan og austan megin og stendur veiðihúsið rétt við uppgönguna að vestan. Eldri uppganga er austanmegin í eynni sem ber heitið Sámur.
Eyjan er að stærstum hlutan þakin grasi en mjög þétt fuglabyggð hefur þó sumsstaðar komið niður á gróðri, þar sem hún er lægst nýtur grass þó ekki við.
Stærri úteyjarnar í Vestmannaeyjaklasanum hafa sín ljóð og vísur Hellisey státar af tveimur slíkum. Annað fjallar um sig í Stórhellum sem þykir erfiðasta sig í Vestmannaeyjum. Sumir vilja meina að Þórður hafi ort hana en aðrir á því að höfundur hennar sé Jón Dynkur.
Hörð eru sig í Háubæli og hættuleg, Hábrandinn ei hræðist ég, en Hellisey er ógurleg.
Hin vísan er saminn af þeim Árna Johnsen, Eygló Óskarsdóttur og Sigríði Magnúsdóttur ef marka má Dagbók Helliseyinga 25. júlí 1970 og fjallar um þá Steingrímsbræður, syni Steingríms Benediktsonar skólastjóra í Vestmannaeyjum, en þeir hafa farið fyrir eynni síðan snemma á sjöunda áratugnum.
Einn dag í Hellisey var drukkið Holu í var dansað Holu í var duflað Holu í
Og lundinn brosti breitt en bergið sagði ei neitt er Palli fór í Edduskor og ástin brann þar heitt En skammt þar frá var Svavar með svaka lundabing og Bragi upp við Nafar með Sirrý, kling, kling, kling
Ég læddist leynistíg og lét þau eiga sig og hló og hló halló, halló, halló
Hellisey, líkt og aðrar eyjar í Vestmannaeyjaklasanum, státar af mörgum örnefnum Hér að neðan er listi yfir nokkur þau helstu úr Örnefnabók Þokels Jóhannessonar
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.