Hella er rokkhljómsveit frá Sakramentó. Aðalmeðlimir eru gítarleikarinn Spencer Seim og trymblillinn Zach Hill. Báðir spila þó á fjölda hljóðfæra og stundum hafa fleiri tónlistarmenn spilað með þeim á tónleikum. Hljómsveitin var stofnuð árið 2001 og hefa komið út allavega 10 plötur með hljómsveitinni, þar af eru tvær deiliskífur. Tónlist þeirra er oft lýst sem tilraunakenndu, kaótísku sönglausu hávaða rokki. Báðir hljóðfæraleikararnir hafa mjög framsækin og tæknilega krefjandi stíl. Árið 2005 fóru fleiri hljóðfæraleikarir að leika með hljómsveitinni á tónleikum og núna stendur á heimasíðu þeirra að hljómsveitin Hella sé núna skipuð Zach Hill, Josh Hill, Aaron Ross, Carson McWhirter og Spencer Seim.

Hliðarverkefni og aðrar hljómsveitir

  • Spencer Seim spilar á trommur í hljómsveitinni The Advantage sem hefur gefið út tvær plötur sem inniheldur lög úr NES tölvuleikjum.
  • Zach Hill hefur trommað eða spilað á önnur hljóðfæri í eftirfarandi hljómsveitum/verkefnum: Tough Guy Fantasy/Arctic Boys, Flössin, Crime In Choir, Nervous Cop, Zach Hill And The Holy Smokes, The Ladies og nokkrum fleirum.

Útgefið efni

  • Leather Diamond EP (gefin út 2001)
  • Hold Your Horse Is CD/LP (gefin út 19. mars, 2002)
  • Falam Dynasty 7" (gefin út 10. september, 2002)
  • Bitches Ain't Shit But Good People EP (gefin út 17. júní 2003)
  • Total Bugs Bunny On Wild Bass EP (gefin út 26. águst, 2003)
  • Live Dilute & Hella Split 2 CD (gefin út 10. október, 2003)
  • The Devil Isn't Red CD (gefin út 20. janúar, 2004)
  • Hella/Four Tet Split 7 tommu deiliskífa (gefin út 2004)
  • Acoustics EP (gefin út 2004)
  • Church Gone Wild/Chirpin Hard 2 CD (gefin út 22. mars, 2005)
  • Concentration Face/Homeboy DVD/CD EP (gefin út 8. nóvember, 2005)
  • Acoustics EP (mun koma út 12. september, 2006)

Heimildir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.