einkarekin háskólastofnun í Cambridge, Massachusetts, Bandaríkjunum From Wikipedia, the free encyclopedia
Harvard-háskóli (enska: Harvard University) er einkarekinn háskóli í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1636 og er elsti háskólinn þar í landi. Skólinn var nefndur Harvard College 13. mars 1639 í höfuðið á John Harvard sem arfleiddi skólann að helmingi eigna sinna og um 400 bókum en þær voru fyrsti vísirinn að bókasafni skólans.
Á árunum 1869-1909 umbreytti forseti skólans Charles William Eliot skólanum og gerði hann að nútímalegum rannsóknarháskóla. Eliot innleiddi m.a. valnámskeið, smærri málstofur og inntökupróf.
Harvard er ríkasti skóli Bandaríkjanna en sjóðir skólans nema um 29,2 milljörðum Bandaríkjadollara árið 2006.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.