Hallur Teitsson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Hallur Teitsson (d. 1150) var íslenskur prestur og höfðingi á 12. öld. Hann var af ætt Haukdæla, sonur Teits Ísleifssonar í Haukadal og bróðursonur Gissurar biskups.

Hann bjó í Haukadal og var talinn einn mesti fræðimaður síns tíma. Þegar Magnús Einarsson Skálholtsbiskup fórst í eldsvoða árið 1149 var Hallur kosinn biskup. Hann fór þá í suðurgöngu til Rómar en andaðist í Treckt (Utrecht) í Hollandi á heimleiðinni. Í Hungurvöku segir að hann hafi verið svo lærður að þegar hann var í suðurgöngu sinni talaði hann hvar sem hann kom hverrar þjóðar mál sem innborinn væri.

Kona hans var Þuríður Þorgeirsdóttir og sonur þeirra var Gissur Hallsson.

Remove ads
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads