Haítíska byltingin

From Wikipedia, the free encyclopedia

Haítíska byltingin
Remove ads
Remove ads

Haítíska byltingin var fyrsta þrælabylting sögunnar sem heppnaðist. Sagnfræðingar miða venjulega við að byltingin hafi hafist með Vúdúathöfn í Bois-Caïman[1], í ágúst árið 1791 og hafi lokið árið 1804 með sjálfstæði Haítí. Byltingin breytti frönsku nýlendunni Saint-Domingue í fyrsta sjálfstæða lýðveldi frjálsra blökkumanna í heiminum. Með byltingunni glataði Frakkland arðbærustu nýlendu sinni.

Thumb
Bardaginn við San Domingo, eftir January Suchodolski.

Áhrif byltingarinnar á þrælahald skóku alla Ameríku. Eftir að hafa bundið enda á frönsk yfirráð og bannað þrælahald tókst fyrrverandi þrælunum að berjast fyrir nýfengnu frelsi sínu og halda í sjálfstæði frá hvítum Evrópumönnum.[2] [3] Atburðurinn var stærsta þrælauppreisn síðan Spartakus leiddi misheppnaða uppreisn gegn rómverska lýðveldinu nærri því 1,900 árum fyrr.[4] Hugmyndir um yfirburði hvítra manna og um vanmátt þræla til að vinna og viðhalda frelsi sínu voru hraktar og skipulag og eldmóður byltingarmannanna skaut þræleigendum víðs vegar um heim skelk í bringu.[5]

Remove ads

Sjá einnig

Tilvísanir

Loading content...
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads