From Wikipedia, the free encyclopedia
Haítíska byltingin var fyrsta þrælabylting sögunnar sem heppnaðist. Sagnfræðingar miða venjulega við að byltingin hafi hafist með Vúdúathöfn í Bois-Caïman[1], í ágúst árið 1791 og hafi lokið árið 1804 með sjálfstæði Haítí. Byltingin breytti frönsku nýlendunni Saint-Domingue í fyrsta sjálfstæða lýðveldi frjálsra blökkumanna í heiminum. Með byltingunni glataði Frakkland arðbærustu nýlendu sinni.
Áhrif byltingarinnar á þrælahald skóku alla Ameríku. Eftir að hafa bundið enda á frönsk yfirráð og bannað þrælahald tókst fyrrverandi þrælunum að berjast fyrir nýfengnu frelsi sínu og halda í sjálfstæði frá hvítum Evrópumönnum.[2] [3] Atburðurinn var stærsta þrælauppreisn síðan Spartakus leiddi misheppnaða uppreisn gegn rómverska lýðveldinu nærri því 1,900 árum fyrr.[4] Hugmyndir um yfirburði hvítra manna og um vanmátt þræla til að vinna og viðhalda frelsi sínu voru hraktar og skipulag og eldmóður byltingarmannanna skaut þræleigendum víðs vegar um heim skelk í bringu.[5]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.