From Wikipedia, the free encyclopedia
Háttarökfræði er undirgrein heimspekilegrar og formlegrar rökfræði, sem fjallar um rökleg tengsl staðhæfinga um nauðsyn og möguleika. Háttarökfræði var uppfinning forngríska heimspekingsins Aristótelesar, sem gerði fyrst grein fyrir reglum hennar í ritinu Um túlkun
Í setningunum „Morð Jónasar er möguleiki“, „Jónas var mögulega myrtur“, „Mögulegt er að Jónas hafi verið myrtur“ og „Það gæti verið að Jónas hafi verið myrtur“ er innifalin hugmynd um möguleika. Í háttarökfræði er möguleikinn táknaður með orðunum það er mögulegt að sem skeytt er framan við setninguna Jónas var myrtur.
Á táknmáli rökfræðinnar eru möguleiki og nauðsyn gefin til kynna með eftirfarandi hætti: stendur fyrir nauðsyn og stendur fyrir möguleika. Í klassískri háttarökfræði er hægt að skilgreina hvort tveggja með neitun hins:
Þannig er til dæmis mögulegt að Jónas hafi verð myrtur ef og aðeins ef það er ekki nauðsynlegt að Jónas hafi ekki verið myrtur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.