From Wikipedia, the free encyclopedia
Glútenofnæmi (líka nefnt glúten garnamein og glúteniðrakvilli) er bólgusjúkdómur í þörmum og sjálfsofnæmissjúkdómur sem lýsir sér þannig að þeir sem þjást af sjúkdómnum þola alls ekki mat sem inniheldur glúten. Sjúkdómurinn er sérlega algengur í fólki af norður-evrópskum uppruna. Einkenni geta verið margvísleg en helstu einkenni eru langvinnur niðurgangur, þyngdartap, kviðverkir og skortseinkenni. Sjúkdómnum fylgir aukin áhætta á öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum og krabbameini í meltingarvegi. Best er fyrir þá sem eru með sjúkdóminn að lifa á glútensnauðu fæði og forðast afurðir sem innihalda hveiti, rúg og bygg.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.