Ræktunartankur, gerjunarílát, gilker eða fermentor er sérútbúið ílát til ræktunar örvera eða annarra frumna með það að markmiði að framleiða afurðir, svo sem frumumassa, einfrumuprótín eða tiltekna efnaskiptaafurð. Ræktunartankar eru því grunnútbúnaður til framleiðslu á hvers kyns líftækniafurðum. Tankarnir geta verið af ýmsum stærðum og gerðum eftir notkun. Rannsóknastofutankar til skimunar eftir afurðarmyndandi frumum taka gjarnan rúmmál upp á fáeina millilítra, en ekki er óalgengt að tankar til verksmiðjuframleiðslu gerjunarafurða taki þúsundir rúmmetra.[1]
Ílát sem nefna mætti ræktunartanka hafa verið notuð til framleiðslu gerjaðra matvæla, svo sem bjórs, víns og sojasósu, um árþúsund, en nútíma ræktunartankar eru öllu þróaðri og gefa kost á nákvæmri stýringu ýmissa umhverfis- og næringarþátta, svo sem á hitastigi, blöndunarhraða, froðumyndun, sýrustigi, súrefnisstyrk, magni og hlutföllum næringarefna og ýmsu fleiru.
Heimildir
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.